Vesturröst komin með umboð fyrir Savage-riffla

Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst með nýjann Savage riffil
Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst með nýjann Savage riffil Mynd: KL

Sportvöruverslunin Vesturröst tryggði sér nýlega umboð fyrir Savage-riffla og hefur þegar tekið á móti fyrstu stóru sendingunni.

Savage Arms hefur framleitt riffla síðan 1894 og hafa síðan þá boðið upp á góða vörulínu af rifflum en Íslendingar hafa hingað til líklega flestir heyrt af þessu merki í .22 cal en þar hefur Savage lengi verið í fremstu röð.  Fyrirtækið hefur leitt þróun á ýmsum nýjungum fyrir veiðiriffla og má þar t.d. nefna AccuTriggerTM sem er byltingarkennd þróun í framleiðslu gikkja. Þeim sem vilja fræðast meira um þetta vörumerki er hægt að benda á heimasíðu fyrirtækisins www.savagearms.com eða á að kíkja í Vesturröst og skoða það úrval sem þegar er til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert