Ráðstefna fyrir skotveiðimenn 21. mars

Út er kominn bæklingur á vegum SKOTVÍS, landsamtaka um skynsamlega skotveiði, sem ber heitið Hafðu áhrif á framtíð skotveiða.

Stjórn SKOTVÍS hóf vinnu í fyrra til að skerpa á stefnu félagsins og aðlaga skipulag starfseminnar til að ná markmiðum sínum og tryggja komandi kynslóðum möguleika á því að stunda skotveiðar í náttúru Íslands. Stefna og áherslur taka mið af niðurstöðum skoðanakönnunnar meðal skotveiðimanna í júní 2012 og mun stjórn félagsins kappkosta við að vinna markvisst að þeim áherslum sem þar koma fram.  Til að ná markmiðum félagsins verða stofnuð sjö svæðisráð sem félagsmenn og aðrir veiðimenn munu sitja í. Tilgangurinn með stofnun svæðisráða  er að gera vettvang SKOTVÍS aðgengilegri fyrir skotveiðimenn um land allt. Fjögur fagráð hafa einnig verið stofnuð til að veita málefnastarfinu faglegan stuðning, en þau eru:

  1. Náttúra, nýting og veiðisiðferði
  2. Lagaumhverfi skotveiðimanna
  3. Rannsóknir og styrking veiðistjórnunar
  4. Fræðsla, miðlun og ímynd

Eitt af meginmarkmiðum félagsins er styrking faglegrar veiðistjórnunar. Af því tilefni stendur SKOTVÍS í samstarfi við Umhverfisstofnun fyrir ráðstefnu á Grand Hótel fimmtudaginn 21. mars undir yfirskriftinni „Wildlife Research and Wildlife Management“. Þar mun fjöldi erlendra og innlendra sérfræðinga fjalla um áherslur og aðferðir í veiðistjórnun og stjórnun á villtum dýrastofnum (e.wildlife management). Ráðstefnan er öllum opin.  SKOTVÍS telur að þær aðgerðir sem þegar eru í undirbúningi á vegum félagsins sýni að félagsmenn SKOTVÍS séu brautryðjendur í skynsamlegri nýtingu veiðistofna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert