Ólafsfjarðaráin opnuð

SVAK / Guðrún Una Jónsdóttir

Könnunarleiðangur á vegum SVAK fór fram í fyrradag, 16. júlí, í Ólafsfjarðará. Fór þar formaðurinn við þriðja mann að skoða aðstæður og renna fyrir bleikju. 

Segir orðrétt á heimasíðu félagsins: „Það er skemmst frá því að segja að mikið vatn var í ánni eins og í svo mörgum ám þessa dagana. Veiðin var róleg en formaðurinn náði þó í soðið og varð töluvert var og sá einn af stærri gerðinni sem hann ákvað að leyfa öðrum veiðimönnum að njóta.

Formlegur opnunardagur var síðan í gær og vonandi hafa veiðimenn haft það gott þennan  dag í þessari skemmtilegu á en engar fregnir hafa enn borist af aflabrögðum.

Þess má svo geta að á vef SVAK eru laus veiðileyfi í síðari hluta ágúst og september ef veiðimenn vilja koma sér í skemmtilega bleikjuveiði þegar fer að síga á seinni hlutann af veiðitímabilinu.

Skoða má fréttina og laus veiðileyfi hér: http://www.svak.is/default.asp?content=frettir&frId=3&id=1180

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert