Ekki lengur ormaleysi

Gervimaðkar
Gervimaðkar Veiðihornið

Í þurrkatíð getur verið erfitt að nálgast maðka í stangveiðina. Þeir hafa oftar en ekki bjargað veiðitúrnum hjá mörgum þegar fluga eða spúnn hefur ekki virkað. Margir gervimaðkar hafa komið fram á markaðinn en ekki allir hafa það sem til þarf. Nú er komin ein nýjung í geiranum sem vert er að prófa.

Ólafur Vigfússon í Veiðihorningu segir hér frá gervimöðkum sem verslun hans býður nú uppá:

„Nú þarf enginn að vera að vandræðast í ormaleysi lengur því það eru komnir á  markaðinn ótrúlega eðlilegir ánamaðkar í silungs- eða laxveiðina. Gervimaðkarnir eru úr mjúku gúmmíefni og hreyfast þeir í vatni eins og "lifandi" maðkur. Tvær stærðir eru í boði; 4" og 6".  Hægt er að fá 12 eða 20 stk í pakka. Einnig eru ormarnir fáanlegir "riggaðir" upp á öngul og koma þá tveir í pakka. Gervimaðkarnir fást í Veiðihorninu Síðumúla, Veiðihorninu Hafnarfirði og í netverslun Veiðihornsins.“

Áhugaverð nýjung sem jafnvel væri gaman að prófa í haustveiðinni í laxinum eða sjóbirtingnum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert