Svipað fyrirkomulag og verið hefur

Víðidalsá.
Víðidalsá. Einar Falur Ingólfsson

 Laxabakki ehf og veiðifélag Víðidalsár hafa undirritað samkomulag um leigu á Víðidalsá og Fitjá til fimm ára.

Laxabakki ehf. er í eigu Jóhanns Hafnfjörðs, Davíðs Mássonar og Halldórs Hafsteinssonar. Forsvarsmaður og sölumaður veiðileyfa verður Jóhann Hafnfjörð.

Veiðifyrirkomulag verður með svipuðu móti og verið hefur. Árið 2009 var eingöngu heimiluð fluguveiði á laxasvæðinu og veiðimenn skyldaðir til þess að sleppa öllum laxi yfir 70 cm.  Þær breytingar sem nú verða eru þær að eingöngu verður leyft að halda tveimur löxum undir 70 cm á hverja stöng á dag. Þegar kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa að vild, segir í tilkynningu.

„Sú breyting verður gerð að eingöngu verður leyft að veiða á flugu á silungasvæði Víðidalsár. Sömu reglur munu gilda á silungasvæðinu varðandi sleppingar á stórlaxi og kvóta. Samkvæmt veiðibók síðasta árs er nú þegar megnið af veiðinni á flugu. Ef skoðaðar eru veiðitölur undanfarinna ára er þetta eitt gjöfulasta silungasvæði landsins en einnig veiðist þar töluvert af laxi. Síðastliðið sumar voru 33 laxar færðir þar til bókar,“ samkvæmt tilkynningu.  

.Ólafur Óskarsson, stjórnarmaður, Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, Björn Magnússon, formaður veiðifélags …
.Ólafur Óskarsson, stjórnarmaður, Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, Björn Magnússon, formaður veiðifélags Víðidalsár, Gunnar Þorgeirsson, stjórnarmaður og Elín R. Líndal, stjórnarmaður
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert