Smálaxaganga í Norðurá í kjölfar stórstreymis

Leggjarbrótur í Norðurá í Borgarfirði.
Leggjarbrótur í Norðurá í Borgarfirði. www.nordura.is

Fram kemur á heimasíðu söluaðila Norðurár í Borgarfirði að veiðimenn á bökkum árinnar hafi í gær orðið varir við göngu af smálaxi sem kom inn í ánna. Veiðimenn á Flóðatangasvæði Norðurár urðu glaðir þegar torfa af smálaxi mætti þeim í Brúarhyl, rétt fyrir ofan brúna við Borgir og einnig í Hlöðutúnskvísl. Sá silfraði vildi hins vegar ekki mikið taka en lét veiðimenn vita af sér með þessum hætti. Sömu sögu var að segja af veiðimönnum við Laxfoss í gær og var sagt að iðandi kös af smálaxi hafi verið stökkvandi við fossinn. Þeir reyndust ekki í tökustuði frekar en félagar hans neðar í ánni. Menn voru þó nokkuð sáttir og glöddust yfir því að nýr fiskur virðist vera að ganga í ána.

Þótt ekki væri um stærsta straum sumarsins að ræða virðist hann verið að skila inn eitthvað af nýjum fiski. Þetta er jákvæðar fréttir fyrir ánna sem hefur verið langt frá sjálfri sér það sem af er sumri og aðeins gefið 670 laxa en á sama tíma í fyrra var búið að landa 2415 löxum. 

Sömu sögu er að segja frá Víðidalsá í Húnavatnssýslu þar sem menn á bökkum árinnar urðu varir við stóra göngu af smálaxi ganga upp ánna. Veiddust í dag 25 laxar og var megnið af því grálúsugur og vænn smálax.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert