Nánast engin útköll vegna rjúpnaveiðimanna

nna.is

Samkvæmt upplýsingum frá Skotveiðifélagi Íslands þá voru bara tvö útköll til björgunarsveita vegna skotveiðimanna á þessu rjúpnaveiðitímabili.

Komu þessar upplýsingar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem sögðu að aðeins hefði verið um tvö útköll að ræða sem má rekja til rjúpnaveiðimanna á þessu veiðitímabili.  Var annað þeirra reyndar afturkallað, en hitt útkallið snerist um að hjálpa tveimur veiðimönnum aftur að bifreið sinni og var því minniháttar.

Segja forsvarmenn Skotveiðifélagins að þetta hljóti að teljast frábær árangur,  sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að tæplega 5.000 manns ganga til rjúpna yfir veiðitímabilið og þá oft í rysjóttu veðri og við erfið skilyrði.

Útköllum björgunarsveita vegna rjúpnaveiðimanna hefur almennt fækkað mikið undanfarin ár og er það ekki síst vegna þess að veiðimenn eru í mun betur undirbúnir, auk aukinnar notkunar GPS staðsetningarbúnaði og farsímum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert