Veiðikynning hjá Lax-Á

Frá einu af veiðisvæði Lax-á á Grænlandi.
Frá einu af veiðisvæði Lax-á á Grænlandi. lax-a.is

Fram kemur kemur í sérstakri tilkynningu frá veiðifélaginu Lax-Á að fyrsta svokallaða klúbbkvöld vetrarins fyrir meðlimi í vildarklúbbi félagsins verður haldið á næstkomandi fimmtudag.

Vildarklúbbur Lax-Á er fræðslu og skemmtiklúbbur um veiði á vegum Lax-Á og meðlimir fá einnig send sérstök tilboð á veiðileyfum. Aðgangur í klúbbinn er öllum opinn og er ókeypis.  

Klúbbfélagar munu eiga notalega stund saman í húsakynnum félagsins, svokölluðu „Trophy Lodge“, þar sem kynnt verður laxveiði á Kolaskaga í Rússlandi auk kynningar á veiðibúðum félagsins á Grænlandi.

Árni Baldursson hefur farið til veiða í Rússlandi um árabil og hefur hann veitt þar marga laxa í yfirstærð. Mun Árni og Jóhann Davíð Snorrason verða með kynningu á veiðunum þar og gott ef nokkrum veiðisögum verður ekki slætt með.

Lax-Á hefur rekið veiðibúðir í Grænlandi undanfarin ár með góðum árangri og mun Jóhann Torfi kynna ferðir þangað og sýna ykkur gullfallegar myndir af svæðinu.

Klúbbkvöldið verður haldið á milli klukkan 18:00 og 20:00 þann 19. nóvember og fer fram í „Trophy Lodge“ Lax-Á að Akurhvarfi 16 í Kópavogi. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert