Veiðiflugur með árlega Veiðimessu

Veiðiflugur

Verslunin Veiðiflugur við Langholtsveg  mun halda sína árlegu Veiðimessu núna um helgina.  Forsvarsmenn verslunarinnar sendu eftirfarandi tilkynningu í tilefni að veiðimessunni.

Veiðiflugur, sérverslun fluguveiðimannsins, fagnar komu sumars og upphafi laxveiðitímabilsins með hinni árlegu Veiðimessu nú um helgina. 

Margt fróðlegt verður í boði fyrir veiðimenn á laugardag og sunnudag. Kynning verður á nýjum fluguveiðistöngum frá Loop og Echo sem hafa hlotið frábærar umsagnir frá því þær komu á markað. Þá gefst veiðimönnum kostur á að fræðast um Nautilus-hjólin sem ásamt Einarsson-hjólunum virðast þau bestu á markaðnum í dag. Sérkjör verða á veiðiflugum og línum og tilboð á öndunarvöðlum og skóm.

 Á vordögum tóku nýir eigendur við Veiðiflugum sem á sama tíma sameinaðist Veiðibúðinni Kröflu. Veiðimessan hefur ávallt markað upphaf veiðisumarsins og á því verður engin breyting í ár. Boðið verður upp á léttar veitingar og kveikt verður á grillinu og happadrætti með veglegum vinningum, meðal annars veiðileyfum.

 

Kastkennsla verður í boði fyrir börn og unglinga á laugardag kl. 11:00 og aftur kl. 14:00. Þar gefst fluguveiðimönnum framtíðarinnar tækifæri til að læra réttu handtökin undir leiðsögn kastkennara. Þá gefst öllum sem eiga leið í Veiðiflugur kostur á að taka þátt í happdrætti þar sem til mikils er að vinna.

Veiðiflugur eru til húsa að Langholtsvegi 111 í Reykjavík og stendur hátíðin frá kl. 10:00-18:00 á laugardag og 11:00-16:00 á sunnudag. 

Veiðiflugur
Veiðiflugur
Veiðiflugur
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert