Byrjar vel á Iðu

Gömul mynd frá Iðu af góðir veiði af þeim Pétur …
Gömul mynd frá Iðu af góðir veiði af þeim Pétur Allan Guðmundsyni og Adolf Ólasyni. Pétur Allan Guðmundsson

Fyrsti dagurinn á Iðu var í gær, en hún er við ármót Stóru-Laxár og Hvítár í Árnessýslu.

Að sögn Jónasar Helgasonar sem var við veiðar í gær komu 27 laxar á land þennan fyrsta dag á þrjár stangir. Laxinn kemur sérstaklega vel haldinn úr sjó og meðalþyngd þessara fiska sennilega um 10 pund að mati Jónasar. 

Jónas var með eina stöng ásamt föður sínum, Helga Ágústssyni fyrrverandi sendiherra, og fengu þeir saman 10 laxa. Skiptu þeir fimm löxum á milli sín og voru laxar Jónasar 6, 8, 12 og 14 punda. Að sögn Jónasar man hann ekki eftir annarri eins opnun á Iðu.

Þetta gefur góð fyrirheit varðandi opnun á Stóru-Laxá þar sem menn hafa þegar séð talsvert af laxi. Efsta svæðið verður opnað á mánudaginn, en neðri svæðin á fimmtudag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert