Fréttir frá nokkrum veiðisvæðum SVFR

Frá Bíldsfelli í Sogi.
Frá Bíldsfelli í Sogi. svfr.is

Veiði fer almennt vel af stað á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur samkvæmt samantekt frá félaginu.

Fram kemur að Langá hafi verið opnuð með látum og þar lauk tveggja daga holl nýverið veiðum með 73 laxa á land á aðeins átta stangir. Miklar göngur eru upp ána þessa dagana og teljarinn við Skuggafoss fór yfir eitt þúsund laxa laust fyrir miðnætti í gær, 27. júní. Laxinn er kominn upp um alla á og veiddi síðasta holl best á miðsvæðinu og uppi á Fjalli. Góða veiðin hélt áfram í gær og heyrðist af einni stöng sem landað hafði átta löxum á morgunvaktinni, þar af einum 86 cm.

Þá kemur fram að Hítará sé komin yfir 100 laxa veiði, sem er stórkostlegt á þessum tíma. Stærsti laxinn af þeim 104 sem landað hefur verið hingað til var 94 cm hængur tekinn á Kolskegg. Þarna er mikið líf og hafa menn verið að taka laxa á hitch, Sunray Shadow, Kolskegg, Grænfriðung, Frances og Kolskegg svo fátt eitt sé nefnt. Síðasta hollið í ánni endaði með 14 laxa á land.

Sagt er að Haukadalsá hafi einnig staðið fyrir sínu og þar eru hollin að landa þetta 10 til 15 löxum í bland við að missa mikið. Líf á öllum svæðum árinnar og margir staðir inni. Í Horninu, Berghyl, Bjarnarlögn og Blóta eru nokkrir 100+ cm drekar að stríða og halda veiðimönnum við efnið með því að láta glitta í sig öðru hvoru, rétt þegar menn eru við það að gefast upp.

Í Hjaltadalsá og Kolku kom fyrsti lax sumarsins í Fosshylnum um síðustu helgi. Þar á bæ þykir þetta afar snemmt og það hafi glatt menn einnig mikið að sjá að bleikjan var einnig mætt á svæðið. Síðast þegar lax kom úr ánni í júní árið 2010 var fínasta laxveiði í ánni sem skilaði rétt um 80 löxum.

Þá kemur fram að heyrst hafi af veiðimönnum sem opnuðu svæði Þrastarlundar, Alviðru og Bíldsfells í Soginu um helgina. Veiðin fór óskaplega vel af stað, veiðimenn í Þrastarlundi lönduðu tveimur löxum, í Alviðru komu þrír á land og í Bíldsfelli tveir laxar.

Þá eru laxar komnir á land í Andakílsá, þar af þrír í gær.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert