Stærsti lax sumarsins á land í Nesi

Hugo með laxinn stór við Höfðahyl.
Hugo með laxinn stór við Höfðahyl. Árni Pétur Hilmarsson

Það eru endalausar stórlaxafréttir frá Nesi við Laxá í Aðaldal en í kvöld kom stærsti lax sumarsins á land úr ánni.

Samkvæmt upplýsingum frá Nesi landaði Hugo Black 108 cm hæng þar fyrr í kvöld. Veiddist laxinn í Höfðahyl á Nighthawk-flugu og var vigtaður 12,7 kíló eða um 28 pund. Hugo er á veiðum í Nesi með ömmu sinni, Lillu Rowcliffe, sem landaði í gær 103 cm laxi og öðrum 100 cm í morgun.

Þetta er stærsti lax sumarsins á landinu svo vitað sé, en áður hafði frést af 106 cm laxi sem veiddist í Hnausastreng í Vatnsdalsá hinn 29. júní.

Mikið er af stórlaxi í Laxá í Aðaldal þetta sumarið og greindi Orri Vigfússon hjá Laxárfélaginu, sem leigir svokallað Laxamýrarsvæði í ánni, frá því fyrr í dag að veiðimenn sem luku tveggja daga veiði á eina stöng á hádegi í gær hefðu veitt vel en að auki náð að landa þremur löxum frá 100 til 104 cm löngum. Hefðu þeir veiðst á svokölluðu Núpasvæði, á Mjósundi og fyrir neðan Æðarfossa.

Orri var reyndar í þeim töluðum orðum staddur við veiðar í Alta-ánni í Noregi og gat þess að á morgunvaktinni hefði veiðimanni einum tekist að landa þar 42 punda laxi.

Hugo og Lilla virða stórlaxinn fyrir sér.
Hugo og Lilla virða stórlaxinn fyrir sér. Árni Pétur Hilmarsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert