Sporðaköst á Spegilflúð

Morten með laxinn stóra við Spegilflúð í morgun.
Morten með laxinn stóra við Spegilflúð í morgun. Orri Vigfússon

Samkvæmt upplýsingum  frá Orra Vigfússyni hjá Laxárfélaginu kom enn og aftur risalax á land í morgun í Laxá í Aðaldal.

Að þessu sinni kom 110 cm hængur á land af Spegilflúð og tók hann fluguna Wolfowich númer 10. Það var færeyski veiðimaðurinn Morten A. Carlsen sem setti í tröllið, en hann hefur veitt í Aðaldalnum um árabil og landað mörgum stórlöxum þar  Morten er búinn að vera nokkra daga á svæði Laxárfélagsins og hefur landað nokkrum löxum um og yfir 20 pundum, en þessi er sá langstærsti.  

Einungis nokkrir dagar eru síðanHafsteinn Orri Ingvason landaði 105 cm hrygnu af Spegilflúð og í fyrradag veiddist annar 110 cm hængur af Breiðeyri. Mikið hefur verið af stórfiski í Laxá í sumar en göngur smálaxa hafa brugðist.

Morten A. Carlsen
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert