Vikulegar veiðitölur Landssambands veiðifélaga

Frá Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal.
Frá Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Stefán Kristjánsson

Nýjar vikulegar veiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga um laxveiði á landinu birtust á vef félagsins í nótt.  Nær samantektin yfir veiði vikuna 1. til 7. september og fyrir þá sem fylgst hafa reglulega með þeim er þar til breyting og veiðin á flestum stöðum orðin róleg og ber keim af því að langt er liðið á veiðitímann. 

Veiðin í Ytri-Rangá hefur þó tekið nýjan og mikinn kipp eftir að opnað var fyrir maðka- og spúnaveiði um síðustu helgi og veiddust þann dag 186 laxar.  Er hún langefst á listanum og með vikveiði upp á 1119 laxa.  Miðfjarðará í Húnaþingi í næsta sæti fyrir neðan og er sem fyrr langefst á listanum yfir sjálfbæru veiðiárnar. 

Ekki höfðu borist vikutölur úr Laxá í Aðaldal en líklega er hún komin yfir 1000 laxa heildarveiði og eru þá allar 10 efstu árnar komnar yfir þá tölu.

Tíu efstu veiðiárnar samkvæmt nýjustu vikutölunum eru þessar:

  1. Ytri-Rangá               7.428 laxar (vikuveiði 1119)
  2. Miðfjarðará              3.677 laxar (vikuveiði 174)
  3. Eystri-Rangá            2.976 laxar (vikuveiði 118)
  4. Blanda                     2.330 laxar (vikuveiði 35)
  5. Þverá/Kjarrá            1.808 laxar (vikuveiði 53)
  6. Norðurá                   1.297 laxar (vikuveiði 79)
  7. Haffjarðará              1.218 laxar (vikuveiði 40)
  8. Langá                      1.159 laxar (vikuveiði 53)
  9. Laxá í Dölum            1.021 laxar (vikuveiði 49)
  10. Laxá í Aðaldal             962 laxar (vikutölur ekki borist)

Nánar má kynna sér þessar upplýsinga hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert