110 cm hængur í Vatnsdalsá

Hörður Bender með 110 cm hæng sem hann fékk í …
Hörður Bender með 110 cm hæng sem hann fékk í Vatnsdalsá. Ljósmynd Magnús Ásgeirsson

Einn stærsti lax vertíðarinnar kom á land í Vatnsdalsá í morgun þegar Hörður Bender tók 110 cm hæng á Blue Charm númer 12 í Áveituhyl. Landaði Hörður laxinum eftir 45 mínútna viðureign í hylnum fyrir neðan, Hofshyl.

Er þetta stærsti lax sumarsins í Vatnsdalsá en áður höfðu veiðst 109 cm lax og 108 sm lax. Hinn síðari veiddi breski tónlistarmaðurinn Eric Clapton. Stærsti lax sumarsins á Íslandi er hins vegar 120 cm lax sem veiddist á dögunum í Laxá í Aðaldal.

Þess má geta að á morgunvaktinni í Vatnsdal veiddust tveir laxar, fyrrnefndur 110 cm lax og 102 cm lax sem ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson (Golli) veiddi í Vaðhvammi, næsta hyl fyrir ofan Áveituhyl. Meðallengd laxanna er því 106 cm.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert