Einn stórlaxinn enn á land í Nesi

Björn með stórlaxinn úr Oddahyl fyrr í kvöld.
Björn með stórlaxinn úr Oddahyl fyrr í kvöld. Sturla Birgisson

Samkvæmt fréttum frá Nesi í Aðaldal kom enn eitt tröllið á land þar i dag sem er nálægt 30 punda múrnum. 

Það var Björn K. Rúnarsson sem veiddi 110 cm hæng í Oddahyl, en Björn hefur marga ölduna sopið í viðureign við stórlaxa í Vatnsdalsá í Húnaþingi og hefur unnið þar sem leiðsögumaður um árabil. Tók sá stóri Frigga í þýsku fánalitunum, svokallaðan þýskan Frigga. Aðeins eru nokkrir dagar síðan að 110 cm lax veiddist á litla Blue Charm flugu í Áveituhyl í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. 

Með þessum laxi Björns í daga hefur tekist að landa fimm löxum sem í sumar sem eru 110 cm eða stærri og hafa fjórir þeirra kom á land í Laxá í Aðaldal. Sá stærsti, 120 cm hængur, kom á land af Óseyri á Nessvæðinu þann 1. september.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert