Veiði lokið í Þverá/Kjarrá

Sigurjón Bragi Geirsson með hænginn stóra úr Efri Johnsson
Sigurjón Bragi Geirsson með hænginn stóra úr Efri Johnsson Sigurjón Bragi Geirsson

Veiði lauk í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði síðastliðið mánudagskvöld og lokaði sú síðarnefnda með hvelli.  Lokaveiðitölur liggja þó ekki alveg fyrir þar sem enn er verið að fara yfir veiðibækur. 

Að sögn Hallgríms H. Gunnarssonar leiðsögumanns við Kjarrá þá var úrvalsliði matreiðslumanna, með nokkra landsliðskokka innanborðs, sem lokaði ánni í ár og veiddu þeir í tvo og hálfan dag, frá 10. til 12 september.  Veiddi hópurinn alls 46 laxar og þar af tvo maríulaxa. 

Það hafði rignt og vaxið í ánni og þegar hópurinn mætti og var takan grimm fyrsta hálfa daginn. Veiddust 10 laxar á fyrstu vakt, allt á smáflugur, en svo hélt áfram að rigna og hækkaði vel í ánni og kólnaði og þá fóru keilutúpurnar að gefa vel.

Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem veiddi stærsta laxinn, 94 cm hæng, í Efri Johnson og tók 40 mínútur að landa þessum Kjarrárhöfðingja. 

Fram kom hjá Hallgrími að mest hafi menn orðið varir við fiski á Gilsbakkaeyrunum, Rauðabergshyljunum en einnig veiddust laxar í E.P. sem er skammt ofan við Efra Rauðaberg.  Neðarlega í ánni var töluvert af fiski í Fálkastrengjum og veiddust þar nokkrir laxar.

Taldi Hallgrímur að 15 laxar hefðu veiðst í lokahollinu í Þverá.  Ekki væri þó komnar lokatölur fyrir ánna og væri Andrés Eyjólfsson á Síðumúla að yfirfæra bækurnar þessa daganna. Þegar síðast fréttist voru 1902 laxar komnir á land, en það eru ekki staðfestar lokatölur.
Tæplega 80cm hryggna veidd af Viktori Erni Andréssyni landsliðskokki og …
Tæplega 80cm hryggna veidd af Viktori Erni Andréssyni landsliðskokki og keppanda í BOCUSE D'OR sem fram fer í Frakklandi í febrúar. Laxinn veiddist ofarlega á Gilsbakkaeyrunum. Hallgrímur H. Gunnarsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert