Landssamband veiðifélaga krefst opinberar rannsóknar

Mynd um dreifingu regnbogasilungs í íslenskum ám og vötnum samkvæmt …
Mynd um dreifingu regnbogasilungs í íslenskum ám og vötnum samkvæmt upplýsingum frá Orra Vigfússyni. Orri Vigfússon

Fiskistofa fékk ábendingar um það í byrjun september að regnbogasilungur hefði veiðst í Mjólká í Arnarfirði og var eftirlitsmaður sendur á staðinn til að kanna með málið.  Tveggja daga eftirlitsferð leiddi í ljós að regnbogasilung var að finna í mörgum ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði.

Regnbogasilungur er ekki náttúrulegur í íslenskum ám eða vötnum, en hann er notaður í fiskeldi hér á landi. Vitað er um að minnsta kosti eitt fiskeldisfyrirtæki á Vestfjörðum sem elur regnbogasilung í sjókvíum.

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur engin tilkynning borist um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en samkvæmt 13. grein laga um fiskeldi nr. 71/2008 ber rekstraraðilum í fiskeldi að tilkynna um slík slys.

Staðfestar upplýsingar liggja fyrir að regnbogasilungur hafi núna í haust veiðst í ám frá Húnvatnssýslu og suður Faxaflóa og jafnvel víðar.

Landssamband veiðifélaga hefur lýst þungum áhyggjum af þessu og ekki síst fyrirhuguðu laxeldi á Vestfjörðum og annars staðar um landið. Í dag sendi félagið bréf til Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigrúnar Magnúsdóttur Umhverfisráðherra þar sem þess er krafist að óháð rannsókn fari fram á því hvað orsakaði það að regnbogasilungur virðist hafa sloppið út í miklu magni á Vestfjörðum. 

Einnig setur Landssambandið við það spurningar hvort eftirlit er sé nægjanlegt með starfsemi sjóeldiskvíafyrirtækja til að standast þær kröfur sem fram koma í áðurgreindum lögum um fiskeldi.

Þá hefur Orri Vigfússon hjá Verndarsjóði villtra laxa (NASF) tekið saman upplýsingar um hvar regnbogasilungur hefur komið fram í íslenskum ám og vötnum. Þar á bæ er menn líka afar áhyggjufullir af því að regnbogasilungur sleppi út í íslenskt vistkerfi og segja þetta hliðstætt umhverfisslys og átti sér stað við innflutning minka til Íslands á fjórða áratug síðustu aldar.  Þá veki þetta upp áleitnar spurningar um hvað verði um eldislax sem kunni að sleppa úr sjókvíum  með svipuðum hætti og nú hefur verið staðfest með regnbogasilunginn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert