Vatnsdalsá lokar með stórlöxum

107 cm hængur veiddur í Hnausastreng á þýska Snældu og …
107 cm hængur veiddur í Hnausastreng á þýska Snældu og reyndist síðasta skráði laxinn í Vatnsdalsá í sumar. vatnsdalsa.is

Sagt er frá því inn á sérstakri vefsíðu Vatnsdalsár í Húnaþingi að síðasti dagur vertíðar hafi verið nú í dag á seinasta degi septembermánaðar. Eftir allt stórlaxa ævintýrið í ánni í sumar þá fór vel á því að áin lokað með tveimur þungavigtar löxum.

Sagt er frá því að síðustu 6 daga tímabilsins hafi svissneskir veiðimenn verið í ánni ásamt Íslenskum félögum. Eins og yfirleitt þegar svo seint er komið fram á haustið þá gekk á ýmsu með veðrið, blés köldu af norðri, gránaði í fjöll, svo skein sólin glatt á milli og menn sáu norðurljós á kvöldin.

Veiddu menn þó ágætlega hvort sem var lax eða silungur og í dag, á síðasta degi vertíðarinnar, komu níu laxar á land, þar af tveir stórir, einn 101 cm úr Hraunhyl og svo 107 cm dreki úr Hnausastreng sem reyndist síðasti skráði lax vertíðarinnar.

Meðalþunginn hefur verið einstaklega góður í sumar og á laxasvæðinu er hann rúm 5 kíló eða meðallengd rúmir 77 cm.

Af laxasvæðinu voru 851 laxar færðir til bókar og síðast þegar fréttist af silungasvæðinu var búið að landa þar 134 löxum til viðbótar við rúma 2000 silunga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert