Lokatölur birtast úr laxveiðiánum

102 cm hængur sem kom á land undir lok veiðitímans …
102 cm hængur sem kom á land undir lok veiðitímans úr gilinu neðan Kambsfoss í Austurá í Miðfirði. midfjardara.is

Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamband veiðifélaga þá eru lokatölur komnar úr flestum laxveiðiám landsins og er veiði er lokið í þeim öllum, nema í hafbeitaránum í Rangárvallasýslum. Þá er enn veiddur sjóbirtingur í nokkrum ám á Suðurlandi til 20. október.

Tólf laxveiðiár náðu því markmiði að fara yfir 1000 laxa. Varðandi listann yfir efstu árnar þá er líkt og áður Ytri-Rangá langefst á listanum með tæplega 8.722 laxar. Miðfjarðará í Húnaþingi í næsta sæti fyrir neðan er með heildarveiði upp 4.338 laxa, en þar lauk veiði 20. september.

Þær tólf veiðiár sem náðu að fara yfir meira en 1000 veidda laxa í sumar:

  1. Ytri-Rangá               8.935 laxar (vikuveiði 213)
  2. Miðfjarðará              4.338 laxar (Lokatala)
  3. Eystri-Rangá            3.219 laxar (vikuveiði 22)
  4. Blanda                     2.386 laxar (Lokatala)
  5. Þverá/Kjarrá             1.902 laxar (Lokatala)
  6. Laxá í Dölum            1.711 laxar (Lokatala)
  7. Langá                      1.433 laxar (Lokatala)
  8. Haffjarðará              1.305 laxar (Lokatala)
  9. Norðurá                   1.297 laxar (Óstaðfest lokatala)
  10. Laxá í Aðaldal           1.207 laxar (Lokatala)
  11. Víðidalsá                  1.137 laxar (lokatala)
  12. Haukadalsá               1.056 laxar (Lokatala)
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert