Grágæsin Linda fallin frá

Grágæsin Linda í öruggum höndum Arnórs eftir að hafa verið …
Grágæsin Linda í öruggum höndum Arnórs eftir að hafa verið merkt í júlí síðastliðinn. verkis.is

Arnór Þór Sigfússon hjá Verkfræðistofunni Verkís fór um miðjan júlí í leiðangur norður og austur um land til að merkja grágæsir með GPS/GSM sendum. Þessar merkingar eru liður rannsóknum á gæsum í samvinnu Verkís, Náttúrustofu Austurlands og Wildfowl and Wetland Trust (WWT) á Englandi.

Tilgangur merkinganna er að fylgjast með ferðum grágæsa, hvar þeirra farleiðir liggja og hvar þær eyða vetrinum. Auk þess að skrásetja ferðir gæsanna þá fást upplýsingar um hvernig gróðurlendi þær sækja á mismunandi tímum árs og hvert þær leita í náttstað.

Sjö gæsir voru merktar og tóku ýmsir styrktaraðilar þátt í verkefninu og fengu meðal annars að ráða nafni gæsanna.

Inn á vef Verkís er svo greint frá því að síðastliðinn laugardag hafi grágæsin Linda var skotin af veiðimönnum í Skagafirði laugardaginn og létu veiðimennirnir vita af því og komu sendinum í hendur Arnórs Þórs. Eftir að ferðir hennar voru raktar kemur að í ljós að eftir að hafa verið við Vatnshlíðarvatn í Vatnsskarði, þar sem hún var merkt 19. júlí og naut þar verndar, þá ákvað hún að fara í Skagafjörðinn þann 29. september.  Þar dvaldi hún í fyrstu á bökkum Húseyjarkvíslar, skammt norðan Varmahlíðar og vissu veiðimenn sem þar veiða af henni og létu því hópinn vera.

Linda hafi hins vegar verið áhættusækin og þann 6. október flutti hún sig aðeins sunnar þar sem hún náttaði sig í Héraðsvötnum en sótti í tún og akra hjá Vallholtsbæjum og þar í kring, en þar eru vinsæl gæsaveiðisvæði. Þar var hún svo skotin þann 8. október, en sendirinn slapp óskemmdur og skiluðu veiðimennirnir honum til Arnórs sem kveðst ákaflega þakklátur fyrir það.

Það hafi alltaf verið reiknað með að einhverjar gæsanna myndu lenda í veiði og ekkert við því að segja. En það er ómetanlegt að fá sendinn til baka því þar sem hann er óskemmdur þá getum við notað hann áfram og því bíður okkar það verk að fanga nýja gæs til að bera sendinn. 

Sendirinn á Lindu var kostaður af Sindri Vinnuföt sem mun fá að velja nafnið á gæsinni sem fær sendinn næst. Þá eru veiðimenn sem kunna að veiða gæs með sendi að halda sendinum úti við í ljósi svo hann haldi hleðslu líkt og veiðimenn Lindu gerðu og láta Arnór vita og senda upplýsingar á fuglamerki@ni.is. Þetta á einnig við ef gæsir er með venjuleg merki, hálsmerki og/eða stálmerki á fótum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert