Ný umhverfisvæn tækni í laxeldi

Hin nýja umhverfisvæna tækni í fiskeldi sem fram fer í …
Hin nýja umhverfisvæna tækni í fiskeldi sem fram fer í lokuðum kerfum úti á sjó. Hauge Aqua

Sjávarútvegsráðuneyti Noregs hefur veitt fjögur framleiðsluleyfi  til fyrirtækjanna Hauge Aqua og Marine Harvest sem grundvölluð verður á nýrri umhverfisvænni tækni í fiskeldi úti á sjó og fram fer í lokuðum kerfi sem kallast „Eggið“.

Marine Harvest er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims og stærsti framleiðandi á eldislaxi á heimsvísu. Hauge Aqua var stofnað árið 2012 með það að markmiðið að þróa nýja tækni innan fiskeldisiðnaðarins.

Um er að ræða eins konar „egg“ sem komið er fyrir út á sjó og segja þeir sem til þekkja að þarna sé framtíðin í fiskeldinu komin fram í sátt við umhverfið.  Í þessu „eggi“ næst öll heildarstjórnun á eldinu og komið er í veg fyrir að saur og úrgangur berist út í umhverfið. Þá er engin hætta á lúsafaraldri, smiti eða að fisksjúkdómar úr eldinu berist út í umhverfið.

Þá er tryggt með þessari tækni að enginn fiskur sleppi út og þar með hverfur hætta á erfðamengun í nærliggjandi laxveiðiám vegna flökkulaxa. 

Fram kemur að áætlaður kostnaður á hverja framleiðslueiningu er á bilinu sjö til átta milljónir Bandaríkjadala.

Sjá má kynningarmyndband um þessa tækni hér.

Hauge Aqua
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert