Sjókallinn fallinn frá

Sjókarlinn í höndum Heimis Gylfasonar eftir að hafa verið merktur …
Sjókarlinn í höndum Heimis Gylfasonar eftir að hafa verið merktur í sumar. Arnór Þór Sigfússon

Arnór Þór Sigfússon fuglafræðingur hjá verkfræðistofunni Verkís hefur undanfarin ár merkt grágæsir með GPS/GSM sendum og fylgst svo grannt með ferðum þeirra. Í sumar merkti hann sjö gæsir og var tilgangur merkinganna að fylgjast nákvæmlega með ferðum grágæsa og kanna farleiðir þeirra og hvar þær hafa vetursetu.

Nú hefur komið í ljós að grágæsa steggurinn Sjókall er fallinn frá en hann var skotin af frönskum veiðimönnum á Orkneyjum við Skotland þann 3. desember.  

Á sérstakri vefsíðu sem Arnór heldur utan um þetta verkefni sitt lýsir hann ferðalagi Sjókallsins sem var handsamaður og merktur á Norðfirði þann 22. júlí, ásamt gæsinni Sveini. Sjókallinn fékk senditæki sem kostað var af fyrirtækinu Multi task ehf. og réðu þeir nafninu. Virðist hann hafa verið óparaður geldfugl.

Flaug Sjókarl frækilegt 1.700 kílómetra flug frá Íslandi til Orkneyja 18. til 19. október á innan við 24 klukkutímum sem gerir meðal hraða um 70 km/klst.

Dvaldi hann fyrstu dagana við Work flóa en flutti sig svo um set í lok nóvember og sótti í tún og akra á Gorseness þar sem hann var skotinn síðastliðinn laugardag ásamt 31 grágæs.

Fréttir af dauða hans voru fljótar að berast til Arnórs í gegnum Facebook og slapp senditækið óskaddað og hefur hann gert ráðstafanir með að fá það aftur til að nota við merkingar næsta sumar.

Fram kemur að alltaf hafi verið reiknað með að einhverjar gæsir myndu falla fyrir skotveiðimönnum. Nú hafa tvær af þeim sjö gæsum sem merktar voru með þessum hætti fallið frá, en áður hafði Linda verið skotinn í Skagafirði þann 8. október. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert