Fer vel af stað í Haffjarðará

Gamla brúin yfir Haffjarðará er þekktur veiðistaður.
Gamla brúin yfir Haffjarðará er þekktur veiðistaður. mbl

Veiði hófst eftir hádegið á þjóðhátíðardaginn í gær í Haffjarðará í Hnappadalssýslu og að sögn Einars Sigfússonar, annars eiganda hennar, þá fer veiði vel af stað og áin tók á mótið fyrstu veiðimönnunum í þjóðhátíðarskapi.  Eftir þrjár vaktir er búið að landa þar 52 löxum en aðeins er veitt á fjórar stangir fyrstu daganna.  Einar sagði að mikið af laxi væri genginn í ána og hann vel dreifður.

Einar er jafnframt sölustjóri fyrir Norðurá í Borgarfirði og sagði að á hádegi í dag væri búið að landa þar 192 löxum.  Síðasta tveggja daga holl, sem lauk veiðum á hádegi í gær, var með 42 laxa og settu veiðimenn í því holli meðal annars í fjóra laxa á smáflugur í Hafþórsstaðahyl, sem er ofarlega langt upp í dal, og lönduðu tveimur.  Þennan dag þá hefðu laxar á svokölluðu millifossasvæðinu horfið skyndilega og synt upp Glanna og því hefðu veiðimenn þá byrjað að leita þeirra upp í dal. Hins vegar leið varla dagurinn þar til nýir laxar sáust raða sér upp á hefðbundna veiðistaði á milli Glanna og Laxfoss.

Samkvæmt teljaranum í Glanna voru í dag 107 laxar gegnir upp laxastigann og þess því ekki langt að bíða að veiði hefjist að fullum krafti á dalnum. Fram kom að veiðimenn á neðri hluta árinnar yrði varir við miklar laxagöngur upp ána og væru smáflugur á yfirborðinu að gefa mest. Væri þetta í bland fallegur nýgenginn smálaxl og tveggjar ára laxar. Sem dæmi laxagegndina þá setti einn veiðimaður í 16 laxa í Stekknum á morgunvaktinni í dag, allt á smáflugur og landaði nokkrum, en missti fleiri því tökurnar væru mjög grannar.  

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is