Laxá í Dölum opnaði í dag

Harpa Hlín Þórðardóttir með glæsilega hrygnu við Laxá í Dölum …
Harpa Hlín Þórðardóttir með glæsilega hrygnu við Laxá í Dölum í morgun. Stefán Sigurðsson

Laxá í Dölum opnaði í dag og veiddist ágætlega fyrsta daginn og nokkrir stórir slitu sig lausa.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum þaðan var tíu löxum landað í dag á fjórar stangir, átta fyrir hádegið og tveir bættust svo við síðdegis. Það var Ævar Sveinsson sem náði þeim fyrsta á land sem tók í fyrsta kasti strax klukkan sjö.

Þá urðu veiðimenn eingöngu varir við stórlaxa upp um alla á og og sluppu margir þeirra. Sá stærsti sem náðist á land var 95 dreki. 

Harpa Hlín Þórðardóttir hjá Iceland Outfitters var að.veiða í ánni ásamt Stefáni Sigurðssyni eiginmanni sínum og setti hún í einn í algjöri yfirstærð í Dönustaðgrjótum sem sleit sig lausan nánast kominn í háfinn.

Stefán Sigurðsson með fallegan lax úr Laxá í morgun.
Stefán Sigurðsson með fallegan lax úr Laxá í morgun. Harpa Hlín Þórðardóttir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert