Stórfiskur á land úr Hofsá

Haraldur með laxinn stóra eftir löndun við Háhólmahyl.
Haraldur með laxinn stóra eftir löndun við Háhólmahyl. anglingiq.com

Veiðin í Hofsá fer ágætlega af stað og þykjast menn þar eystra sjá mikil batamerki á henni frá því síðasta sumar þegar veiði var þar afar döpur. Í morgun var stórfiski landað úr ánni.

Það var Haraldur Þórðarson sem setti í laxinn á veiðistaðnum Wilson Run á svæði 5 og var honum landað eftir langa og harða baráttu í Háhólmahyl sem er nokkur hundruð metrum neðar. Var laxinn 103 cm hængur, mjög ferskur en þó ekki lúsugur. Tók hængurinn stóri eins tommu langa túpu sem kallast skáskorinn Skuggi og er hönnuð af Sigurði Héðni fluguhnýtara.

Í morgun voru 72 laxar komnir á land en áin opnaði þann 30. júní síðastliðinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert