Geirlandsá í útboð

Hagafoss í Geirlandsá.
Hagafoss í Geirlandsá. www.svfk.is

Samkvæmt upplýsingum frá veiðifélagi Geirlandsár í Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið ákveðið að áin fari í útboð frá og með næsta hausti.

Geirlandsá er ein af þekktustu og bestu sjóbirtingsám landsins og hefur um áratuga skeið verið í leigu hjá Stangveiðifélagi Keflavíkur. Veiðin í ánni er að uppistöðu vænn sjóbirtingur en að auki er nokkur laxveiði.

Áin er 22 km löng bergvatnsá, þar af er fiskgengur hluti árinnar um 12 km. Efsti veiðistaður árinnar er Hagafoss en fyrir neðan hann rennur áin í mikilfenglegu gljúfri sem breikkar þegar neðar dregur í ána uns hún breiðir úr sér á malaraurum, en á neðsta hluta árinnar er svo sandbotn.

Samkvæmt upplýsingum frá veiðifélaginu hefur veiðin síðustu árin verið eftirfarandi:

                               2014                      2015                      2016

Sjóbirtingur            366                         353                         517

Lax                         60                           30                           27

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert