Ágæt veiði í Laxárdal

Mary O'Connel með 70 cm urriða við Nestá í Laxárdal.
Mary O'Connel með 70 cm urriða við Nestá í Laxárdal. Bjarni Höskuldsson

Að sögn Bjarna Höskuldssonar, tilsjónarmanns með urriðasvæðinu í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, hefur veiði verið fín upp á síðkastið hjá þeim sem þekktu vel til.

Laxárdalurinn væri vandveiddur og sagði Bjarni að það gerði gæfumuninn að menn þekki svæðið vel eða hefðu leiðsögumann. Hann sagði að um 550 urriðar væru komnir á land sem væri mjög gott því nýting á svæðinu hefði ekki verið góð í sumar.

Meirihluti af veiðinni síðustu árin hefur verið urriði sem er stærri en 50 cm og einn fimmti verið 60 cm eða stærri. Menn væru því fremur að veiða svæðið í von um að fá stóran urriða en fá mikið magn. Þeir væru því almennt stærri en færri miðað við urriðasvæðið ofar í dalnum í Mývatnssveitinni.

Fram kom hjá Bjarna að hjónin Rick og Mary O'Connel hafi nýlega lokið veiðum í dalnum og þau meðal annars fengið hvort sinn 70 cm urriðann. Rick hefði fengið sinn á straumflugu í Soginu svokallaða, en Mary hefði fengið sinn á Caddis púpu á Nestá. Þess utan voru þau með nokkra væna urriða á bilinu 63 til 67 cm. Þau halda því glöð heim úr dalnum að þessu sinni.

Rick O'Connel með 70 cm urriða við Sogið í Laxárdal.
Rick O'Connel með 70 cm urriða við Sogið í Laxárdal. Bjarni Höskuldsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert