Veiðiþjófur gómaður í Norðurá

Glanni í Norðurá.
Glanni í Norðurá. ÞGÞ

Inn á vef Skessuhornsins er greint frá því að franskur ferðamaður hafi verið gripinn glóðvolgur seint í gærkvöldi við spúnaveiðar í laxastiganum í fossinum Glanna í Norðurá í Borgarfirði.

Fram kemur að Magnúsi Fjeldsted veiðiverði hafi verið gert viðvart á tíunda tímanum í gærkvöldi um að tveir menn væru þarna á ferð við veiðar. Fór hann á staðinn og gerði lögreglu jafnframt viðvart sem kom á vettvang og tók niður upplýsingar. 

Haft er eftir Magnúsi að um einn mann hafi verið að ræða þegar hann kom á svæðið og var fisklaus. Hann hafi þó greinilega verið meðvitaður um að hann væri að brjóta af sér með þessu athæfi og þegar honum var tjáð að þetta yrði lögreglumál þá skyldi hann allt í einu ekki orð í ensku. Lögreglan hafi í framhaldinu rætt við manninn með aðstoð Google translate-þýðingarforritsins. 

Að sögn Magnúsar mun veiðifélagið að öllum líkindum leggja fram kæru eins og venja er í slíkum málum og má maðurinn búast við hárri fjársekt áður en hann heldur af landi brott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert