Gæsaveiðitímabilið hafið

Ómar

Heimilt var að byrja skotveiðar á grágæs og heiðargæs þann 20. ágúst og stendur tímabilið til 15. mars ár hvert.  Báðir stofnar munu standa vel að vígi og hefur fjöldi heiðagæsa margfaldast hér á landi síðustu áratugi.

Þá hefst andaveiðitímabilið 1. september um allt land og veiðar á helsingja eru heimilar frá 25. september í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum.

Á vef Umhverfisstofnunar er áréttað að óheimilt er að skjóta fugla í sárum og ófleyga fugla. Í upphafi veiðitímabilsins má búast við að rekast á ófleyga unga, sérstaklega á svæðum þar sem varp hefur farið seint af stað. Þá er einnig á það minnt að blesgæsin hefur verið alfriðuð síðan árið 2006. 

Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hefur stundað merkingar á gæsum yfir 20 ára skeið og í sumar voru 25 heiðagæsir og 3 grágæsir merktar með GPS-/GSM-sendum á hálsmerkjum. Í heildina voru um 500 gæsir merktar að þessu sinni en flestar þeirra fengu hálsmerki eða fótmerki úr plasti auk stálhringja. Merkingarnar fóru fram á norður og austurlandi auk þess sem 41 helsingi var merktur austan Jökulsárlóns.

Arnór býst við það að einhverjar þessara gæsa verði skotnar nú í haust og óskar Arnór eftir upplýsingum um það frá veiðimönnum, sérstaklega ef að þær eru með hálshring með sendi. Þar sem þessir sendar eru knúnir áfram með sólarrafhlöðu er mikilvægt að geyma þá úti og senda má Arnóri tölvupóst á ats@verkis.is og einnig á fuglamerkingar@ni.is ef skotnar eru gæsir með hálsmerki eða fótmerki.

Í viðtali á RUV nýverið greindi Arnór frá því að heiðargæsarstofninn væri núna í sögulegu hámarki og hefur vaxið mjög undanfarin ár og árið 2015 fór hann yfir hálfa milljón fugla. Fyrstu heiðargæsirnar voru taldar í kringum 1950 og voru þá um 33.000 fuglar. Um 15.000 heiðargæsir eru skotnar hér ár hvert.

Þá kom fram að grágæsastofninn væri áætlaður 140.000 fuglar og er talið að um þriðjungur stofnins sé skotinn ár hvert. Grágæsir koma hins vegar mörgum ungum á legg að sögn Arnórs og því stendur stofninn vel undir þessari veiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert