Laxveiði víðast hvar lokið

Við Ægissíðufoss í Ytri Rangá.
Við Ægissíðufoss í Ytri Rangá. westranga.is

Á vef Landssambands veiðifélaga er að finna lokatölur úr mörgum laxveiðiám á landinu þetta tímabilið. Flestar náttúrulegu árnar er búnar að loka en þær allra síðustu gera það um helgina. Veiði í þeim ám sem byggja á gönguseiðasleppingum munu hins vegar verða stunduð vel fram í október.

Fram kemur að veiði hafi gengið misvel þessa veiðivikuna og sumstaðar hafi skilyrði til veiða verið afleit sökum mikillar úrkomu og vatnavaxta sem fylgdu í kjölfarið. Þar sem voru ágætis aðstæður til veiða var vikuveiðin góð miðað við árstíma. 

Röð efstu tíu ánna er óbreytt og sem fyrr er Ytri-Rangá efst á listanum, þar sem enn er veiða, með heildarveiði upp á 6835 laxa og var veiðin í síðustu viku 309 laxar. Í öðru sæti er Miðfjarðará en þar sem veiði lauk um síðustu helgi og veiddust alls 3765 laxar og vikuveiðin var 138 laxar.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Ytri-Rangá 6.835 laxar - vikuveiði 309 laxar
  2. Miðfjarðará 3.765 laxar - vikuveiði 138 laxar - LOKATALA
  3. Þverá/Kjarrá 2.060 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  4. Eystri-Rangá 2.011 laxar – vikuveiði 11 laxar
  5. Norðurá 1.719 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  6. Langá á Mýrum 1.701 laxar - vikuveiðin 161 laxar- LOKATALA
  7. Blanda 1.433 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  8. Grímsá í Borgarfirði 1.264 laxar – vikuveiði 50 laxar
  9. Haffjarðará 1.167 laxar – veiði lokið - LOKATALA
  10. Laxá á Ásum 1.108 laxar – veiði lokið - LOKATALA

Nánar má kynna sér listann með tölum úr um 40 laxveiðiám hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert