Ágætu veiðisumri lokið hjá Hreggnasa

Einn af mörgum stórlöxum úr Laxá í Dölum sem komu …
Einn af mörgum stórlöxum úr Laxá í Dölum sem komu á land í nú september. hreggnasi

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðifélagsinu Hreggnasa þá er laxveiði lokið á veiðisvæðum félagsins þetta sumarið og eru menn nokkuð sáttir með heildarveiðina í þeim ám sem félagið hefur á sínum snærum.

Fram kemur að Laxá í Dölum endaði með um 860 laxa heildarveiði, en þar er veitt er á fjórar til sex stangir. Þetta er talsvert langt frá heildarveiðinni í fyrra þegar 1711 laxar komu á land. Menn eru þó sáttir við niðurstöðu sumarsins því að hlutfall stórlaxa á bilinu 85 til 100 cm var mjög gott. Ljóst er að mikið af fiski er eftir í ánni líkt og síðustu tvö ár til að tryggja viðgang næstu kynslóða.

Þá var góð veiði í Grímsá og er óstaðfest lokatala 1.290 laxar sem er nálægt meðalveiði síðustu 30 ára en rúmlega tvöföldun frá heildarveiðinni í fyrra þegar 608 laxar veiddust.  Fram kemur að þveráin Tungá, sem rennur í Grímsá við hið rómaða Oddstaðafljót, hafi verið full af fiski við lokun árinnar. Þetta þykir lofa góðu varðandi framtíðina því Tungá er mikilvæg fyrir seiðabúskap Grímsár.

Í Laxá í Kjós var sumarið nokkuð skrýtið því júní og júlí voru mjög góðir, en ágúst olli hins vegar miklum vonbrigðum því fimm vikna þurrkar settu mark sitt á veiðina. Þegar loks fór að rigna í september veiddist þó ágætlega. Lokatölur eru um 850 laxar en því til viðbótar veiddist mikið af vænum sjóbirtingi frá 4 til 16 pund. Þetta er talsvert betri veiði en árið 2016 þegar að að 601 fiskar komu á land.

Veiðin var almennt fremur róleg á norðausturlandi þetta sumarið og var Svalbarðsá engin undantekning frá því. Þar veiddust 338 laxar á tvær til þrjár stangir. Þetta er nokkuð svipað heildarveiðinni í fyrra þegar 368 laxar veiddust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert