Spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,9%

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,9% milli maí og júní. Segir bankinn, að íbúðaverð hækki enn af krafti þrátt fyrir vaxtahækkun og aukna verðbólgu. Einnig hækki verð innfluttra vara áfram í kjölfar gengislækkunar krónunnar. Eldsneytisverð hefur þó lækkað lítillega.

Greining Glitnis gerir einnig ráð fyrir hækkun á matvöruverði á milli mánaða. Auk þess megi reikna með að þjónusta og ýmsar innlendar vörur hækki, ekki síst í ljósi mikilla launahækkana að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK