Fjármagnstekjur um fjórðungur gjaldeyristekna

Gjaldeyristekjur Íslendinga af fjárfestingum erlendis sem og lánveitingum til erlendra aðila, hafa færst verulega í aukana á undanförnum árum, samhliða útrás innlendra fjárfesta og fjármálafyrirtækja.

Í upphafi þessa áratugar vigtuðu vaxtatekjur erlendis frá, sem og ávöxtun hlutafjár, samanlagt um 5% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Nú er vægi þessara tekna hins vegar komið upp í 25%. Starfsemi þessi skapar því um fjórðung gjaldeyristekna þjóðarinnar eða fimm sinnum stærra hlutfall en fyrir fimm árum. Kemur þetta fram í tölum sem Seðlabaninn hefur nýlega birt, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

Þjónustutekjur erlendis frá hafa allan áratuginn verið um eða rétt yfir 30% gjaldeyristekna. Hér vegur þyngst tekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönnum en þær tekjur hafa vaxið umtalsvert undanfarin ár.

Vægi tekna af vöruútflutningi í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins hefur snarminnkað á undanförnum árum. Vægið var hátt, nær 70% við upphaf áratugarins, en er nú komið í 46%. Vægi sjávarútvegs í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar er komin niður í um 27% og eru iðnaðarvörur í 16%. Líkur eru á því að vægi vöruútflutnings aukist á næsta ári þegar álútflutningur hefst frá grundvelli þeirra álversframkvæmda sem staðið hafa yfir hér á landi á undanförnum árum, samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK