Útgáfufélögin Birtingur og Fögrudyr sameinuð

Hjálmur sem er að fullu í eigu Baugs á 60% …
Hjálmur sem er að fullu í eigu Baugs á 60% í sameinuðu útgáfufélagi

Birtingur útgáfufélag ehf. hefur keypt Útgáfufélagið Fögrudyr ehf. og verður rekstur félaganna sameinaður nú um áramótin. Hlutafé Birtings hefur jafnframt verið hækkað og er nú 215 milljónir króna.

Í fréttatilkynningu frá Baugi kemur fram að félagið er skuldlaust með trausta eiginfjárstöðu. Er vonast til að velta félagsins á næsta ári geti orðið yfir einum milljarði króna.

Hið sameinaða félag er eigandi tímaritanna Ísafoldar, Vikunnar, Mannlífs, Gestgjafans, Nýs lífs, Séð og heyrt, Húsa- og híbýla, Veggfóðurs, Hér og nú, svo dæmi séu tekin.

Eigendur hins sameinaða félags eru Hjálmur ehf., sem er að öllu leyti í eigu Baugs Group hf. (60%), LL eignir ehf., sem er í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. (28%), Elín Guðrún Ragnarsdóttir (10%), Reynir Traustason, Mikael Torfason og Jón Trausti Reynisson.

Stjórnarformaður Birtings ehf. er Sigurður G. Guðjónsson, en með honum í stjórn eru Sverrir Arngrímsson og Egill Þorvarðarson. Framkvæmdastjóri er Elín Guðrún Ragnarsdóttir.

Í tilkynningu kemur fram að uppi eru áform um útgáfu nýrra tímarita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK