45,2 milljarða hagnaður Straums-Burðaráss

Hagnaður Straums-Burðaráss nam 45,2 milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári en var 26,7 milljarðar árið 2005, sem er 69% hækkun. Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi árið 2006 var 24.275 milljónir króna en var 12,6 milljarðar á sama tímabili árið 2005. Er það 92% hækkun og var hagnaðurinn tvöfalt meiri en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu.

Hagnaður bankanna fjögurra, sem skráðir eru á Aðallista Kauphallar Íslands nam því samtals 209 milljörðum króna á síðasta ári en þeir hafa nú allir birt uppgjör sín.

„Þetta er glæsileg afkoma á ári sem hefur einkennst af arðsömum vexti, útrás og uppbyggingu innviða. Jafnframt hefur okkur tekist að tryggja sjálfstæði bankans gagnvart íslenskum markaði með því að leita nýrra leiða í fjármögnun hans. Hlutfall erlendra tekna og verkefna hefur aukist umtalsvert og veitir það bankanum traustan og fjölbreyttan tekjugrunn. Það, ásamt öflugri fjárfestingastarfsemi, mun tryggja hluthöfum okkar áframhaldandi góða arðsemi. Straumur-Burðarás er tilbúinn fyrir enn frekari innri og ytri vöxt. Markmið okkar, um að verða leiðandi norrænn fjárfestingabanki, er innan seilingar,“ segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss, í tilkynningu.

Hreinar rekstrartekjur árið 2006 jukust um 37% á milli ára og námu 46.369 milljónum samanborið við 33.871 milljón árið 2005. Á fjórða ársfjórðungi námu hreinar rekstrartekjur 18.149 milljónum en voru 15.894 milljónir á sama tímabili árið 2005. Þetta er 14% aukning frá árinu 2005.

Arðsemi eigin fjár var 42% árið 2006. Árið 2006 nam hlutfall rekstrarkostnaðar af tekjum 8% en var 3,9% árið 2005.

Hreinar þóknunartekjur tæplega fjórfaldast milli ára og námu 7404 milljónum árið 2006 samanborið við 1951 milljón árið 2005.

Hreinar vaxtatekjur bankans voru 3732 milljónir árið 2006, en voru neikvæðar um 248 milljónir árið 2005. Vaxtatekjur eru því margfalt hærri en árið 2005.

Heildareignir bankans námu 412.288 milljónum í árslok 2006 en voru 259.349 milljónir í lok árs 2005 og hafa því vaxið um 59% frá áramótum. Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var 37,59%, þar af A-hluti 35,2%. Til samanburðar var CAD-hlutfall í lok ársins 2005 19,8%, þar af var A-hluti 15,3%.

Eigið fé nam 141.349 milljónum í árslok 2006, að frádregnum eigin bréfum. Lánasafnið rúmlega tvöfaldaðist að stærð úr 48.911 milljónum í upphafi árs 2006 í 127.844 milljónir í árslok.

Tilkynning Straums-Burðaráss

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK