Frumherji kaupir Aðalskoðun

Frumherji hf. hefur keypt allt hlutafé í bifreiðaskoðunarfyrirtækinu Aðalskoðun hf. Kaupverðið er trúnaðarmál en kaupin eru gerð með fyrirvara um að Samkeppniseftirlitið geri ekki athugasemdir við viðskiptin. Félögin verða rekin áfram sitt í hvoru lagi með sama hætti og verið hefur.

Í fréttatilkynningu segir að kaupin geri Frumherja betur í stakk búinn til að taka þátt í fjárfestingarverkefnum erlendis, og að slík verkefni hafa verið til skoðunar hjá félaginu.

Frumherji hf. var stofnaður árið 1997. Stefna félagsins er að vera leiðandi aðili á sviði faggildrar skoðunarstarfssemi á Íslandi. Nú kemur um helmingur tekna félagsins af bifreiðaskoðunarstarfsemi og afgangurinn frá annarri faggildri skoðanastarfssemi eins og löggildingu mælitækja, rafmagnseftirliti, reglubundnu eftirliti sjávarútvegsfyrirtækja og skipaskoðunum. Starfsmenn Frumherja eru um 100 á 28 skoðunarstöðvum um land allt.

Aðalskoðun var stofnuð árið 1995 af nokkrum einstaklingum sem jafnframt hafa verið starfsmenn félagsins allar götur síðan. Félagið starfar fyrst og fremst á bifreiðarskoðunarsviðinu en einnig er á þess vegum starfssemi á rafmagnssviði og sjávarútvegssviði. Starfsmenn Aðalskoðunar eru um 20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK