Microsoft gert að greiða 1,5 milljarða dala í bætur

AP

Bandarískur dómari í borginni San Diego gerði hugbúnaðarfyrirtækinu Microsoft í gærkvöldi að greiða fransk-bandaríska fyrirtækinu Alcatel-Lucent 1,5 milljarða dala, jafnvirði 100 milljarða íslenskra króna, fyrir að brjóta gegn einkaleyfisreglum. Microsoft segist telja að dómurinn byggist ekki á lögum eða staðreyndum og honum verði áfrýjað.

Fyrirtækið Alcatel höfðaði mál fyrir bandarískum dómstóli árið 2003 og hélt því fram að samstarfsfyrirtæki Microsoft, þar á meðal tölvuframleiðendurnir Dell og Gateway, notuðu hugbúnað frá Microsoft sem bryti gegn einkaleyfislögum.

Málið snýst um MP3 skráaspilunartækni, sem notuð er í Media Player hugbúnaði Microsoft. Alcatel-Lucent heldur því fram, að tækni sem notuð er til að kóða og þýða hljóðskrár sé brot gegn einkaleyfisvörðum rétti fyrirtækisins.

Microsoft segist hins vegar hafa greitt þýska fyrirtækinu Fraunhofer-Gesellschaft 16 milljónir dala til að nota hina umdeildu MP3 tækni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK