Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's

Greiningardeildir Royal Bank of Scotland, Dresdner Kleinwort og Societe Generale gagnrýna þá ákvörðun Moody's að hækka lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna á föstudag. Er lánshæfismat íslensku bankanna nú hærra heldur en banka eins og ABN Amro.

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hækkaði lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja, Landsbanka, Glitnis og Kaupþings og fá langtímaskuldbindingar þeirra einkunnina Aaa, sem er hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Kemur hækkunin til vegna breyttrar aðferðafræði Moody's við útreikning lánshæfis. Mat Moody's varðandi skammtímaskuldbindingar bankanna er óbreytt, það er P-1, sem er hæsta einkunn sem gefin er.

Haft er eftir Tom Jenkins, sérfræðingi hjá Bank of Scotland í Lundúnum, að markaðurinn sé furðu lostinn yfir hækkun á lánshæfismati íslensku bankanna. Segir hann að lánshæfismatið þýði að það sé engin áhætta fólgin í því að kaupa skuldabréf banka eins og Kaupþings. „Það er ekki rétt," segir Jenkins.

Sérfræðingur í greiningardeild franska bankans Societe Generale í Lundúnum, mælir með því að fjárfestar kaupi skuldabréf íslensku bankanna, „ekki hafa áhyggjur þar sem ríkisstjórnin mun losa bankana úr vandræðum," sagði Suki Mann, sérfræðingur Societe Generale í gær.

Að sögn Suki Mann að með hækkun lánshæfismats íslensku bankanna sé Moody's búið að kasta trúverðugleikanum fyrir róða. Mann segir að þetta veki upp spurningar um hvort þörf sé á starfsemi matsfyrirtækja.

Nigel Myer, sérfræðingur hjá Dresdner Kleinwort í Lundúnum, segir að hækkun lánshæfismats íslensku bankanna veki upp spurningar í huga hans um hvers virði lánshæfismat Moody´s sé. Segir hann að þetta geti dregið úr trúverðugleika Moody's og hvort mark sé takandi á mati frá fyrirtækinu. Ungverska blaðið Budapest Business Journal greinir frá þessu á vef sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK