Kaupþing selur Eik fasteignafélag

Kaupþing hefur selt Eik fasteignafélag til Eikarhald ehf. sem er í eigu Baugs Group (22,7%), FL Group (49%), Fjárfestingarfélagsins Primus (10,15% og Saxbygg ehf (18,5%). Hagnaður Kaupþings af sölunni eru fjórir milljarðar króna sem verða færðir í bókhald félagsins á öðrum ársfjórðungi.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að gengið verður frá viðskiptunum 4. apríl nk. þegar greiðsla og afhending hlutafjárins fer fram. Kaupverðið verður greitt með reiðufé.

Eik fasteignafélag var stofnað 16. september 2002 í þeim tilgangi að kaupa og leigja fasteignir.

Hagnaður af rekstri félagsins á árinu 2006 nam 478,8 millj. kr. Hlutafé félagsins nam í árslok 706,6 millj. kr. og skiptist það á tvo hluthafa. Af þeim átti annar, Kaupþing banki hf., 99,9% hluta í félaginu, en Kaupþings samstæðan átti félagið 100%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK