Actavis í hópi fjögurra tilboðsgjafa í hluta af Merck

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is
Actavis er samkvæmt fréttaveitum Dow Jones og Bloomberg meðal fjögurra tilboðsgjafa í samheitalyfjasvið þýska lyfjarisans Merck, en frestur til að skila inn tilboði mun hafa runnið út í gær. Stjórnendur Actavis tjá sig ekki um þessar fréttir að svo stöddu en samkvæmt þeim gerir Merck ráð fyrir að fá 4-5 milljarða evra fyrir þennan hluta fyrirtækisins, jafnvirði um 350-440 milljarða króna.

Fari svo að Actavis hafi sigur í kapphlaupinu um Merck yrðu það allra stærstu fyrirtækjakaupum Íslandssögunnar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur Actavis trygga fjármögnun fyrir tilboðinu í Merck. Frá því að ekkert varð af kaupum á króatíska fyrirtækinu Pliva á síðasta ári hefur Actavis verið með áform um að ná leiðandi stöðu á heimsmarkaði og m.a. gefið út að það ætli að verða í hópi þriggja stærstu slíkra fyrirtækja í heimi á næstu árum. Starfsemi Actavis fer nú fram yfir 30 löndum víða um heim og alls starfa um 11 þúsund manns á vegum þessa ört vaxandi lyfjafyrirtækis.

Actavis ekki eitt um hituna

Samheitalyfjasvið Merck hefur verið í sölumeðferð síðan um áramót. Auk Actavis eru tilboðsgjafar ísraelska lyfjafyrirtækið Teva, bandaríska fyrirtækið Mylan Laboratories og sameiginlegt boð mun hafa komið frá fjárfestingasjóðunum Bain Capital og Apax Partners. Fleiri félög hafa sýnt Merck áhuga en hætt við, m.a. indverska fyrirtækið Ranbaxy. Þessi hluti Merck-lyfjarisans jók hagnað sinn um 29% á síðasta ári, í 307 milljónir evra, eða um 27 milljarða króna. Tekjur samheitalyfjasviðsins námu um 157 milljörðum króna.
Í hnotskurn
» Frestur til að skila inn tilboðum í samheitalyfjasvið Merck rann út í gær og Actavis er meðal fjögurra tilboðsgjafa.
» Þýski lyfjarisinn vill fá 4-5 milljarða evra fyrir félagið, jafnvirði allt að 440 milljörðum króna.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK