Alcoa leggur fram yfirtökutilboð í Alcan

Starfsmaður við álver Alcoa í Reyðarfirði.
Starfsmaður við álver Alcoa í Reyðarfirði. Reuters

Bandaríska álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í dag, að það myndi leggja fram formlegt tilboð í kanadíska fyrirtækið Alcan, væntanlega á morgun. Tilboðið mun hljóða upp á 73,25 dali á hlut eða sem svarar til 33 milljarða dala, 2100 milljarða króna. Bæði fyrirtækin hafa starfsemi hér. Alcan er móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík og nýtt álver Alcoa hefur tekið til starfa í Reyðarfirði.

Alcoa, sem er stærsta álfélag heims, segir í tilkynningu að við þessi viðskipti yrði til stórt álfélag með starfsemi um allan heim, sem ætti miklar vaxtarmöguleika og væri vel í stakk búið til að auka verðgildi fjárfestinga hluthafa.

Fram kemur að Alcoa sé tilbúið að greiða hluta kaupverðsins í reiðufé og hluta með hlutabréfum í Alcoa. Um er að ræða 32% yfirverð á bréfum Alcoa miðað við viðskipti í New York síðustu 30 viðskiptadaga og 20% yfirverð á bréfum Alcan miðað við lokagengi á markaði sl. föstudag.

Alan Belda, forstjóri Alcoa, segir í tilkynningu félagsins, að tilboðið komi í kjölfar viðræðna, sem staðið hafi yfir í nærri 2 ár milli félaganna um ýmsa möguleika á samvinnu eða samruna. Þar á meðal hafi stjórnir fyrirtækjanna rætt hugsanlegan samruna sl. haust án niðurstöðu.

Belda segir að forsvarsmenn Alcoa hafi orðið fyrir vonbrigðum með, að þessar viðræður hafi ekki skilað árangri þar sem samruni félaganna yrði hagfelldur fyrir bæði fyrirtæki. Alcoa hafi því ákveðið, að leggja fram kauptilboð til hluthafa í Alcan.

Fram kemur, að miðað við síðustu ársreikninga yrði ársvelta sameinaðs fyrirtækis 54 milljarðar dala og hagnaður fyrir afskriftir og skatta 9,5 milljarðar dala. Framleiðslugetan er nærri 7,8 milljónir tonna af áli og hjá því myndu starfa 188 þúsund manns í 67 löndum.

Tilkynning Alcoa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK