Skeljungur kaupir P/F Føroya Shell

Skeljungur gengur í dag frá kaupum á P/F Føroya Shell sem verið hefur í eigu Shell International Petroleum Company Limited. Starfsemin verður áfram rekin undir vörumerki Shell með sama hætti og hér á landi. Kaupverð er trúnaðarmál.

Í síðustu viku sagði Hakun Djurhuus starfi sínu lausu sem forstjóri P/F Føroya Shell. Skeljungur leitar nú nýs eftirmanns í Færeyjum.

Fram kemur í tilkynningu, að Skeljungur muni taka yfir alla starfsemi P/F Føroya Shell: 10 þjónustustöðvar, tvær birgðastöðvar, 13 olíuflutningabifreiðar og olíuflutningaskipið Magn. Sala til fyrirtækja felst einkum í sölu til sjávarútvegs, gasolíusölu til iðnaðar og innlendra viðskiptavina sem og sölu á bensíni, díselolíu, svartolíu og smurolíum. Hjá félaginu, sem fagnaði 80 ára starfsafmæli árið 2005, starfa um 100 manns.

Skeljungur rekur hér á landi rúmlega 60 útsölustaði og 15 birgðastöðvar um allt land. Hjá Skeljungi starfa nú um 300 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK