Actavis og Össur fengu verðlaun IR Magazine

Actavis og Össur deildu verðlaunum breska fagtímaritsins IR Magazine fyrir tengsl við fjárfesta. Eru þessi verðlaun veitt skráðum félögum um allan heim og voru íslensku félögin tilnefnd til norrænu verðlaunanna ásamt Kaupþingi. Voru verðlaunin afhent í Ósló á dögunum.

Var þetta í sjötta sinn sem Össur var tilnefnt til þessara verðlauna í flokki íslenskra fyrirtækja og í fjórða sinn sem fyrirtækið hlaut þau. Actavis vann einnig til þessara sömu verðlauna árið 2004.

Össur fékk einnig verðlaun fyrir besta stuðning æðstu stjórnenda við fjárfestatengsl, en þau hlutu Jón Sigurðsson forstjóri og Hjörleifur Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Tímaritið IR Magazine veitir verðlaunin árlega til þeirra fyrirtækja sem þykja skara fram úr í upplýsingagjöf til fjárfesta um allan heim. Óháð fagleg rannsóknarnefnd tilnefnir fyrirtæki til verðlaunanna og byggir á áliti rúmlega 250 sérfræðinga, greiningaraðila og fagfjárfesta sem starfa á Norðurlöndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK