Glitnir spáir stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi 2008

Glitnir höfuðstöðvar
Glitnir höfuðstöðvar Þorvaldur Örn Kristmundsson

Greining Glitnis hefur endurskoðað stýrivaxtaspá sína meðal annars í ljósi nýlegrar úthlutunar á þorskkvóta fyrir næsta fiskveiðiár, vaxtaákvörðunar Seðlabankans og þeirra orða sem bankinn lét falla samhliða. Spáir Greining Glitnis því að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir, 13,3%, fram á 1. ársfjórðung næsta árs en áður var reiknað með því að bankinn myndi byrja að lækka vexti í nóvember á þessu ári.

„Við reiknum með því að 0,3% vaxtalækkun verði tilkynnt í mars samhliða útgáfu nýrrar þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans. Við reiknum áfram með nokkuð örum vaxtalækkunum á næsta ári og að stýrivextir verði komnir í 8,6% í lok þess árs. Áður höfðum við gert ráð fyrir að vaxtalækkunarferlið hæfist með 0,5 prósentustiga lækkun í nóvember á þessu ári og að stýrivextir yrðu 7,7% í árslok 2008," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

„Niðurskurður þorskkvótans var öllu meiri en við gerðum ráð fyrir eða 130 þús. tonn í stað 160 þús. tonna. Einnig var tónninn í Seðlabankanum öllu harðari en við reiknuðum með," samkvæmt nýrri stýrivaxtaspá Greiningar Glitnis.

Vaxtaspá Greiningar Glitnis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK