Vísitala neysluverðs hækkar

Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Er þetta meiri hækkun vísitölunnar en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Kaupþing spáði 0,1% hækkun en greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu 0,1% lækkun.

Hagstofan segir, að sumarútsölur séu víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 9,3% (vísitöluáhrif -0,44%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,7% (0,31%), aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,2%. Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 5,1% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% sem jafngildir 4,6% verðbólgu á ári (3,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK