Hagnaður Kaupþings 46,8 milljarðar króna á fyrri hluta ársins

Hagnaður Kaupþings nam 46,8 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á fyrri hluta ársins í fyrra nam hagnaður Kaupþings 32,274 milljörðum króna. Hagnaður hluthafa eftir skatta á fyrri helmingi ársins jókst um 43,8%, í 45,8 milljarða króna miðað við sama tímabil árið 2006 er hann nam 31,832. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 26,062 milljörðum króna samanborið við 12,680 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu frá Kaupþingi kemur fram að arðsemi eigin fjár á fyrri helmingi ársins var 32,0% á ársgrundvelli og hagnaður á hlut 62,2 krónur (47,9 krónur á sama tímabili 2006).

Hagnaður hluthafa eftir skatta á öðrum ársfjórðungi jókst um 95,5%, í 25,5 ma.kr. miðað við sama tímabil árið 2006 er hann nam 13,034 milljörðum króna.

Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 66,8%, námu 51,8 mö. kr. Hreinar vaxtatekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 38,0%, námu 19,8 ma.kr. Hreinar þóknanatekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 65,4%, námu 15,2 mö.kr.

Rekstrarkostnaður á öðrum ársfjórðungi jókst um 28,5%, í 19,0 ma.kr. Kostnaðarhlutfall á öðrum ársfjórðungi var 36,7%.

Söluhagnaður vegna Eik 4,3 milljarðar

Í tilkynningu kemur fram að Kaupþing hafi bókað 4,3 milljarða króna hagnað vegna sölu á dótturfélagi sínu, Eik fasteignafélag hf. á öðrum ársfjórðungi.

Heildareignir námu 4.570,4 milljörðum króna í lok júní 2007 – jukust um 23,3% á föstu gengi frá áramótum, en um 12,7% í íslenskum krónum.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings segir í tilkynningu:
„Rekstur Kaupþings banka gekk mjög vel á öðrum ársfjórðungi og allar megin starfstöðvar bankans skila góðri afkomu. Mikil aukning þóknanatekna einkennir þetta uppgjör og jafnframt er góður vöxtur í hreinum vaxtatekjum. Ánægjulegt er að sjá hve innlán hjá bankanum hafa aukist það sem af er árinu en þau nema nú 46% af heildarútlánum.

Við erum að sjá afrakstur mikillar vinnu í Bretlandi skila sér með algerum viðsnúningi í rekstri KSF og þá gengur rekstur allra helstu afkomueininga bankans betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Jafnframt er verkefnastaða bankans góð og auk þess sem horfur út árið eru góðar."

Vefur Kaupþings þar sem uppgjörið í heild er að finna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK