Aukin áhætta tengd Kaupþingi

Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Citigroup mælir ekki lengur með því að fjárfestar kaupi hlutabréf Kaupþings en mælir með því að þeir haldi í þau bréf sem þeir eiga fyrir. Hefur Citigroup með öðrum orðum hætt að mæla með yfirvogun á bréfunum og mælir nú með markaðsvogun.

Telur greiningardeildin að áhætta tengd bréfunum hafi aukist og nefnir þeirri skoðun til stuðnings óstöðugleika krónunnar og sveiflur á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin misseri. Þá geti titringur undanfarinna daga á alþjóðlegum lánamarkaði haft óæskileg áhrif á viðskiptamódel bankans.

Segir í greiningunni að í náinni framtíð geti Kaupþing aukið verulega hagnað sinn en áhættan í rekstrinum hafi aukist og erfiðara sé að sjá hana fyrir.

Citigroup lækkaði einnig viðmiðunarverð á hlutabréfum Kaupþings úr 1.500 krónum í 1.250. Gengi bréfa Kaupþings við lok viðskipta í gær var 1.183 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK