Fáránlegar hugmyndir að taka upp evru án þátttöku í ESB

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði á blaðamannafundi í Seðlabankanum í dag, að það væru fáránlegar hugmyndir að ætla að taka upp gjaldmiðil án þess að taka fullan þátt í starfsemi þess bandalags, sem stýrir gjaldmiðlinum. Davíð var að svara spurningu um hugsanlega upptöku evrunnar hér á landi og tók fram að þetta væri hans skoðun en ekki bankastjórnar Seðlabankans.

Davíð sagði, að umræða um hvort ástæða væri til að taka upp evru, hefði verið tekin af fullri alvöru á undanförnum árum og gerðar um það skýrslur. Þar á meðal hefði Seðlabankinn gert slíka skýrslu 1997, sem enn væri í fullu gildi.

Sagði Davíð, að hann teldi það sprenghlægilegt, að kalla til einhverja spekinga, sem teldu það einhverja lausn fyrir Íslendinga að taka einhliða upp evru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK