Straumur og Kaupþing hafa selt sænsk hlutabréf

Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri segir að tveir af fjórum íslenskum stórfjárfestum á sænskum hlutabréfamarkaði hafi valið að selja stóran hlut af fjárfestingunni og fara heim með gullið, eins og það er orðað. Eru þetta fyrirtækin Straumur-Burðarás, sem m.a. hafi selt allan hlut sinn í Betson, og Kaupþing en Landsbankinn og Tryggingamiðstöðin virðist hafi meiri trú á sænska markaðnum.

DI segir að Straumur-Burðarás hafi selt hlutabréf sín í 12 af 14 félögum sem íslenski bankinn átti í. Straumur eigi nú aðeins bréf í bankanum SEB og félaginu Pricer. Segir blaðið, að eignamappa Straums-Burðaráss hafi minnkað um 870 milljónir sænskra króna.

Þá eigi Kaupþing nú aðeins hlut í 20 sænskum félögum en átti í 38 félögum í upphafi ársins.

Landsbankinn sé nú það íslenska fyrirtæki sem fjárfest hafi mest á sænska hlutabréfamarkaðnum og nemi hlutafjáreign bankans nú 1,25 milljörðum sænskra króna. Hlutfallslega stærsta eignin sé 11,7% hlutur bankans í innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia. Þá hafi Landsbankinn í ár keypt hlutabréf í Nordea, Investor og Ericsson.

Þá segir blaðið að Tryggingamiðstöðin hafi ákveðið að dvelja í Svíþjóð þótt félagið hafi selt hlut sinn í Invik. TM hafi m.a. keypt hlutabréf í Nordea, SEB og Carnegie á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK